15% lægra verð í netverslun og kaupauki fylgir pöntunum yfir 15.000 kr - Enginn sendingarkostnaður á pöntunum yfir 15.000 kr*

Kringlan

Fullkomin fermingargreiðsla í 4 skrefum


1. Góður grunnur

Grunnurinn fyrir að greiðslan haldist í hvaða hári sem er (líka hári sem á það til að greiðslur “leki úr”) er að hárið sé brakandi hreint. Taktu góðan hárþvott með góðu hreinsisjampói, ekki er verra að þvo hárið tvisvar.

Hreinsisjampó tekur í burtu öll uppsöfnuð efni utan af hárinu og einnig húðfitu og olíu. Ekki setja hárnæringu í hárið, handklæðaþurrkaðu hárið mjúklega.

Þú finnur strax að hárið er er stífara en venjulega - en grunnurinn er tilbúinn. Allt sem þyngir hárið, hárnæring, serum, eða glansefni á ekki að fara í hárið, nema rétt í endana á hárinu ef þeir eru þurrir.


2. Undirbúningur hársins

Hitavörn, fylling og lyfting skiptir öllu máli. Í handklæðarakt hárið er sett hitavörn sem hjúpar og ver hárið fyrir hitanum sem raftæki gefa frá sér.

Til að fá fallega lyftingu í rótina, hár sem er fíngert eða hár sem allt virðist renna úr er gott að nota vörur sem gera hárið umfangsmeira og gefa háringu fyllingu og lyftingu. Næst er að blása hárið alveg þurrt.


3. Aðferðin

Þegar þú hefur ákveðið hvort hárið eigi að vera krullað, liðað, slétt eða með bylgjum er gott er að hafa við hendina hárklemmur, greiðu og hárbursta. Mundu að það þarf ekki að setja í hæðstu hitastillingu fyrir fíngert eða viðkvæmt hár.

Þegar þú tekur skiptingar í hárið taktu minni skiptingar þannig að hitinn nái í gegnum lokkinn og nái að móta hárið. Ef þú vilt mikinn kraft og líf sem næst rótinni er gott að byrja með krullu/ keilujárnið þar, til að fá afslappaðra útlit er hægt að byrja lengra frá rótinni eða bara í endana.

Einnig er hægt að nota lítil vöfflujárn rétt í rótina eða Hot Air brush. Þegar hafist er handa mundu að krulla frá andlitinu, þannig að andlitið er “opnara” og krullan/liðirnir fari ekki fyrir andlitið. Hárrúllur eða hárklemmur koma líka að góðum notum á meðan lokkurinn sem var verið að vinna með er að kólna eftir að það hefur verið mótað með krullu og/eða keilujárnum að með þessu móti helst formið á hárinu betur og lengur.

Að slétta hárið án þess að hárið verði flatt er einfaldara en þig grunar. Hægt er að nota bæði sléttubursta eða sléttujárn. Ekki slétta hárið frá rót og niður á við heldur frá rót og beint út frá höfðinu og út að endum.


4. Lokaskrefið

Áður en hársprey er sett í lokin er gott að greiða í gegnum hárið með með hárbursta til að liðirnir blandist betur og fái á sig fallegri, afslappaðri áferð.

Hvort sem þú kýst stíft hársprey sem heldur hárinu í öllum veðrum og vindum, millistíft hársprey eða hársprey sem gefur létt hald en hárið er hreyfanlegt. Úðaðu létt yfir hárið og það má úða aftur yfir hárið eftir því sem þarf. Létt glans sprey í lokin fullkomnar greiðsluna.

Það má líka prófa saman mismunandi stærðir af krullu og keilujárnum sem gefa oft meira líf í greiðsluna og það er um að gera að æfa sig og prófa sig áfram.