útsölulok 25-40% afsláttur - Enginn sendingarkostnaður á pöntunum yfir 15.000kr

  Keratín meðferð fyrir hárið þitt

  Er hægt að gera keratín sjálfur heima?                                                                já þú getur gert það heima.  Þú getur keypt hjá okkur sett / heimakitt fyrir keratínmeðferð sem er sama meðferðin og við notum á Beautybar sem inniheldur undirbúning fyrir meðferðina, keratínið sjálft, eftirmeðferðarmaska  og leiðbeiningar um hvernig þú gerir meðferðina, skref fyrir skref.  Þú þarft að eiga sléttujárn sem er með hitastilli, góðum og óskemmdum plötum sem ná 230gráðu hita.  Þegar við gerum keratínmeðferðir notum við Signature styler frá HH Simonsen.  Þú þarft að eiga greiðu og klemmur til að geta skipt hárinu í parta.  Þegar meðferðin er gerð þarf að stilla hitastig eftir hárgerðum og ástandi hársins sem kemur ítarlega fram í leiðbeiningunum sem fylgja settinu. 

  Fyrir hverja er meðferðin?

  Keratín meðferðin er fyrir alla sem eru með td:
  Úfið hár, liðað hár, krullað hár, mikið litað hár, mikið meðhöndlað hár, frizzy hár & skemmt hár eftir td mikla aflitun eða notkun heitra járna.

  Kostir:
  Hárið verður glansandi á meðan Keratínið er í hárinu.
  Þurrkunartími á hárinu styttist um allt að 50%.
  Þarft ekki að nota sléttujárn.
  Hárið tekur ekki við raka, svosem erlendis eða þegar kemur rigning osfr. þá krullast það ekki upp aftur eða verður úfið.
  Hárið verður meðfærilegra, auðveldara að greiða & mun spara þér hellings tíma!

  Gallar:
  Þú verður að nota sjampó sem mælt er með.  Sjampó þarf að vera sls frítt, annars tekur það keratínhúðina fyrr af hárinu.

  Hvað er Keratín meðferð?
  Keratínið er borið i hárið frá rótum & fyllir í allar skemmdir sem eru til staðar á hárstráinu.  
  Í rauninni er verið að setja húð utaná hárið sem fyllir í skemmdirnar.
  Meðferðin er ekki varanleg og því er ekki verið að breyta/brjóta niður uppbygginguna á hárstráinu, heldur fer húðin smátt og smátt af hárinu á nokkrurra mánaða tímabili og hárið fer aftur í sitt upprunalega ástand.

  Hvað dugar meðferðin lengi?
  Ending á meðferðunum hjá okkur er mun lengri en almennt gerist, við notum einungis bestu fáanlegu vörurnar sem til eru.
  Keratín meðferðin hjá okkur dugar í 6-10 mánuði & jafnvel lengur með góðri eftirfylgni umhirðuleiðbeininga.  Aðrar Keratín meðferðir almennt duga í 2-3 mánuði. 

  Hvað kostar Keratín meðferð?
  Kostnaður við hverja meðferð fer eftir hárinu á hverjum og einum einstaklingi.  Verð fer eftir þykkt, sídd, áferð & ástandi hársins hjá viðkomandi.

  Hvað tekur Keratín meðferð langan tíma?
  Tíminn sem tekur að gera meðferðina er mismunandi eftir þykkt, sídd, áferð & ástandi hársins hjá viðkomandi, allt frá 3 klst - 8 klst.

  Hvað þarf ég að gera til þess að Keratín meðferðin dugi sem lengst?
  Til þess að Keratín meðferðin haldist sem lengst þarftu að fara eftir leiðbeiningunum um hvaða vörur þú notar eftir meðferðina.

  Hvenær þarf að fara aftur?
  Langalgengast er að endurkoma sé á 6-8 mánaða fresti.

  Hvað ef ég vil fá mitt eðlilega hár tilbaka?
  Keratínið er húð sem við festum utaná hárstráið.  Ef þú vilt fá hárið í sama ástand og áður þarf öflugt hreinsisjampó sem hjálpar til við að taka keratínhúðina af hárinu fyrr.

  Má lita hárið?
  Já það má. Athuga skal að fyrir þær sem eru ljóshærðar er best að vera nýbúin í litun þar sem að strípuefni valda því að keratínhúðin fer fyrr af hárinu.


  Smelltu hér til að skoða myndir af meðferðinni