15% lægra verð í netverslun og frí sending um land allt Þegar þú verslar fyrir 10.000kr

Eylure Pro Magnetic Kit Accent

Eylure

Pro Magnetic Kit frá Eylure inniheldur segul augnhár sem koma í pakka með segul eyeliner. Hér er á ferðinni byltingarkennd leið til að setja á sig augnhár en með ProMagnetic kit þarf ekkert lím og auðvelt er að koma augnhárunum fyrir og laga þau til. Til að setja augnhárin á er segul eyelinerinn borinn á líkt og venjulegur eyeliner, en setja þarf þrjár umferðir af honum. Augnhárin festast svo við eyelinerinn, en hægt er að laga þau til og færa til eftir þörfum. Þar sem ekkert lím er á augnhárunum skemmist augnförðunin ekkert þó augnhárin séu tekin af og sett aftur á. Eyeliner formúlan er kolsvört, og hentar með öllum segul augnhárum. Auðvelt er að taka eyelinerinn af með venjulegum farðahreinsi. Accent augnhárin eru með bandi í ¾ lengd, sem gefur lengd út í augnkrókana og opnar augun. Þessi lengd af bandi hentar vel fyrir þá sem eru með minni augnumgjörð.