20-90% afsláttur + kaupauki með kaupum sem ná 15.000kr - Enginn sendingarkostnaður á pöntunum yfir 20.000 kr*
Kringlan
511 131336.696 kr. 45.870 kr.
Lýsing á vöru
Cure Densifique Homme er hársvarðarmeðferð fyrir karlmenn sem eru með fíngert hár eða einkenni hárþynningar. Meðferðin stuðlar að því að viðhalda þéttleika hársins, þökk sé blöndu virkra efna, svo sem Stemoxydine® ásamt Yang complextækni sem auka umfang og þykkt hársins á einungis einum mánuði og fjölga um 3300 nýrra hára á þremur mánuðum ef notað er daglega. Hárið verður sterkara og teygjanleiki þess og þykkt verður meiri. Hin nýja, gelkennda áferð veldur því að blandan smýgur hratt inn í hárið án þess að leka og áferð hársvarðarins er fullkomin. Stemoxydine skapar kjörið umhverfi fyrir stofnfrumustarfsemi í hársverðinum, hjálpar til við að vekja sofandi hársekki og styðja við nýjan hárvöxt. Complex Glycan hjálpar til við að bæta festingu hársins og styður við myndun þykkara hárs með því að styrkja uppbyggingu hársekkjanna. Vítamín B3, B5, B6 þessi vítamín næra hársvörðinn, örva virkni hársekkjanna og bæta lífsþrótt og styrk hársins með tímanum. Texturizing Polymer gefur skjótan þykkingaárangur með því að hjúpa hárþræðina, sem gerir hárið þykkara og fyllra strax eftir notkun.
Notkun: Notaðu eina ampúlu daglega, annað hvort á morgnana eða kvöldin. Berðu beint á hreinan hársvörðinn og nuddaðu létt. Ekki skola úr. Mælt er með notkun í að minnsta kosti 3 mánuði til að sjá árangur. Nota má meðferðina bæði á daginn og kvöldin, hins vegar vilja sumir meina að betra sé að nota meðferðina fyrir svefn þar sem húðin framleiðir nýjar frumur og lagar skemmdir á meðan við sofum og eins eykst blóðfæði til húðar sem bætir næringu til fruma og því fá virku efnin í meðferðinni betri skilyrði til að vinna í hársekkjunum og hársverðinum yfir nóttina.
Cure Densifique Homme er hársvarðarmeðferð fyrir karlmenn sem eru með fíngert hár eða einkenni hárþynningar. Meðferðin stuðlar að því að...