Skilmálar

  • Hægt er að greiða fyrir vörur með kreditkorti, debetkorti eða netgíró og eru allar pantanir sem gerðar eru fyrir kl 16 virka daga sendar með Íslandspósti samdægurs.  Ef verslað er fyrir meira en 10.000 kr fellur sendingarkostnaður niður. Þú getur einnig valið að sækja vöruna í verslun okkar á 3 hæð í Kringlunni deginum eftir a pöntun er send inn.
  • Þegar pöntun hefur farið frá Beautybar.is með pósti má gera ráð fyrir að pöntunin sé komin eftir 1-3 virka daga.
  • Beautybar.is tekur ekki ábyrgð á að viðskiptavinir séu með rétt merkta póstkassa eða póstlúgur, í þeim tilfellum þar sem merkingum er ábótavant mun Íslandspóstur senda pöntuna til baka og lendir tilfallandi kostnaður á viðkomandi viðskiptavini.
  • Allar sendingar eru sendar sem böggull á pósthús og eru þær því allar tryggðar og með sendingarnúmeri. Athuga skal að Beautybar.is ber ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar.
  • Þegar greitt er með korti fer færslan í gegnum örugga Greiðslusíðu Valitor og fær Beautybar.is engar kortaupplýsingar viðskiptavina.  Öryggisskilmálar: Upplýsingar um korthafa eru ekki gefnar upp til þriðja aðila.
  • *Skila & skiptifrestur er 14 dagar frá frá kaupdegi.  Einungis er hægt að skila vörum sem eru ónotaðar og/eða enn í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með.  Endurgreiðsla er framkvæmd án undantekninga í formi inneignarnótu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt.  Útgáfa inneignarnótu fer fram þegar varan er komin aftur til okkar, sendingarkostnaður á vöru sem á að skila er á kostnað kaupanda.  
Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.
  • *Skipti & skilaréttur á ekki við um útsöluvörur, hárlengingar & augnhár.
  • Þessi ákvæði og skilmálar er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir íslenskum dómstóli.
Síðan er í eigu og rekin af Beauty Bar, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík, allur texti er í eigu Beauty Bar og er ekki ætlaður til afritunar eða endurbirtingar.