20-90% afsláttur + kaupauki með kaupum sem ná 15.000kr - Enginn sendingarkostnaður á pöntunum yfir 20.000 kr*
Kringlan
511 13132.144 kr. 2.680 kr.
Lýsing á vöru
Þetta milda lavender nuddkrem er annað skrefið í háttatímarútínu Childs Farm með Slumber Time línunni. Nuddkremið inniheldur ilmblöndu sem þróuð var af Childs Farm í samstarfi við svefnsérfræðinga í Bretlandi. Ilmblandan hefur róandi áhrif á hugann og hjálpar barninu að tengja ilminn við háttatíma. Slumber Time nuddkremið inniheldur húðelskandi efni eins og Shea smjör og næringarríkar olíur sem gefa húðinni mikinn raka. Kremið er bæði hægt að nota sem áburð en einnig til að nudda uppúr fyrir svefninn. Sleep línan hentar börnum og ungbörnum eldri en 6 mánaða. Childs Farm er margverðlaunuð, bresk hreinlætislína sem notar eingöngu náttúruleg innihaldsefni og kjarnaolíur til þess að framleiða vörulínu af mildum og dásamlega ilmandi hreinlætisvörum sem fara vel með hár og húð ungbarna og krakka. Vegan og Cruelty Free.
Notkun: Eftir að litla barnið þitt hefur skvett og sullað í baðinu er kominn tími til að binda rakann í húðinni með því að bera á hana gott krem og leyfa henni að nærast alla nóttina. Tillaga að góðu róandi nuddi: 1. Byrjaðu með hendurnar létt á brjósti barnsins og strjúktu varlega upp að öxlum þess. 2. Nuddaðu niður handleggina að fingurgómunum. 3. Dreifðu fingrunum út og nuddaðu lófana. Þegar þú ert búinn með hendur barnsins skaltu þurrka af fingrunum áður en það stingur þeim í munninn. 4. Nuddaðu varlega kvið barnsins með réttsælis hringhreyfingu. 5. Nuddaðu niður fætur barnsins. Réttu fætur þess út og beygðu þá upp í átt að maganum. Þessi hreyfing hjálpar ef barnið þjáist af hægðatregðu eða föstu lofti. 6. Þegar þú ert kominn niður að ökkla skaltu nudda hæla og iljar og enda á tánum með því að nudda létt hverja tá og toga oggupons í hana. 7. Að lokum skaltu nudda andlitið ofurvarlega. Byrjaðu með hringlaga hreyfingu efst á höfði barnsins. Færðu síðan fingurgóma þína á mitt enni barnsins nuddaðu niður að efsta hluta augabrúnanna og kláraðu nuddið á krúttlegu kinnunum þeirra.
Þetta milda lavender nuddkrem er annað skrefið í háttatímarútínu Childs Farm með Slumber Time línunni. Nuddkremið inniheldur ilmblöndu sem þróuð...