20-90% afsláttur & kaupauki fylgir pöntunum sem ná 10.000kr - Enginn sendingarkostnaður á pöntunum yfir 15.000 kr*
Kringlan
511 13137.768 kr. 9.710 kr.
Lýsing á vöru
Yfirnáttúrulegur úði sem er mjög rakagefandi og öflug meðferð sem dregur úr úfning (frizz) í hári. Hleðst ekki utan á hárið, þyngir það ekki eða gerir það fitugt. Sérstaklega góður fyrir þurrt, gróft og krullað hár til að fá slétta og glansandi áferð á hárið. Extra Strength Dream Coat er verðlaunuð öflug rakavörn sem endist í 3-4 hárþvotta og inniheldur hitavörn. Vatnsheld formúlan ver hárið gegn raka til að halda ýfðu, hrokknu og krulluðu hári sléttu og glasand í lengri tíma án þess þó að þurrka hárið heldur ver úðinn hárið fyrir raka og nærir hárið / veitir því raka á sama tíma. Breytir öllum gerðum hárs í slétt og glansandi hár. Byltingarkenndur, ofurléttur úði, sem safnast ekki upp og gerir hárið ekki feitt.
Notkun: Þvottur með sjampói, næringu og hárið þurrkað létt með handklæði og skipt í parta. Úðað frjálslega og jafnt á rakt (ekki blautt) hár, þegar búið er að úða Dream Coat jafnt og vandlega yfir allt hárið er best að taka einn part í einu og þurrka með blásara. Dream Coat ætti að vera síðasta varan sem borin er í hárið. Ef aðrar vörur hafa verið notaðar undir Dream Coat, ætti að takmarka þær við Cocktails og Raise the Root. Notkun annarra vara getur haft truflandi áhrif á virkni Dream Coat og komið í veg fyrir að rakaþéttiefni myndist. Hægt er að nota aðrar mótunarvörur á þurrt hár. Ef þess er óskað má nota krullujárn eftir að hárið hefur verðið blásið slétt til að búa til gljáandi rakaþolnar bylgjur. Til að ná sem bestum árangri er Dream Coat borið á í þriðja eða fjórða hvern þvott með sjampói.
Yfirnáttúrulegur úði sem er mjög rakagefandi og öflug meðferð sem dregur úr úfning (frizz) í hári. Hleðst ekki utan á...