20-90% afsláttur & kaupauki fylgir pöntunum sem ná 10.000kr - Enginn sendingarkostnaður á pöntunum yfir 15.000 kr*
Kringlan
511 13132.248 kr. 2.810 kr.
Lýsing á vöru
Pepped Up er umhverfisvænn varasalvi sem inniheldur kælandi piparmyntu og fjölda annarra efna sem næra og mýkja varirnar þínar.
Næstum 200 milljón plastumbúðum utan af varasölvum er hent á hverju ári og meirihluti þeirra umbúða endar ekki í endurvinnslu! Þessi varasalvi gerir ekki bara gott fyrir varirnar þínar, heldur líka fólk og jörðina.
Gott fyrir varirnar – Pepped Up er kælandi piparmyntusalvi sem inniheldur kakósmjör og jójóbaolíu til að gera varirnar mjúkar og djúsí. Hann inniheldur einnig laxer- og morgunfrúarolíu sem eru pakkaðar af E-vítamíni og fitusýrum sem binda rakann enn frekar.
Gott fyrir jörðina – salvinn kemur í 100% plastlausum umbúðum sem má setja í moltugerð.
Gott fyrir fólk – hjá Ethique er lagt mikið kapp á að afla innihaldsefna sem framleidd eru með sjáflbærum hætti frá stöðum eins og Rwanda og Samoa. Með því að versla beint við framleiðendur/bændur er hægt að auka gagnsæi sem tryggir öruggari innkomu fyrir þau og betri vinnuskilyrði. Vegan, Cruelty free og án pálmolíu.
Pepped Up er umhverfisvænn varasalvi sem inniheldur kælandi piparmyntu og fjölda annarra efna sem næra og mýkja varirnar þínar.
...