20% afsláttur! - Enginn sendingarkostnaður á pöntunum yfir 15.000 kr*
Kringlan
511 131311.192 kr. 13.990 kr.
Lýsing á vöru
At Home Keratin Treatment Kit. Settið inniheldur ANSWR Keratín Treatment 100ml, ANSWR sjampó og hárnæringu í 100ml. Það er auðvelt að fá fallegra hár á aðeins klukkutíma! Heimsins fyrsti valkostur til að gera keratín meðferð sjálfur heima í staðin fyrir að fara á stofu. ANSWR meðferðina er hægt að nota í allt hár, til þess að slétta hár, minnka úfning, frizz í liðuðu og krulluðu hári, mýkja gróft hár, laga hár sem er búið að efnameðhöndla mikið og einnig fyrir skemmt hár. Ein auðveld notkun heima mun endast þér upp í þrjá mánuði. Meðferðin innsiglar hárstráið og kemur jafnvægi á PH gildi hársins og endurheimtir mýkt og glans. Varan er vegan, cruelty free og er án súlfata, parabena, formaldehýð, sílikona og alkóhóls. Þú þarft að eiga hárblásara og sléttujárn sem er með hitastilli, góðum og óskemmdum plötum sem ná allt að 230gráðu hita. Þegar við gerum keratínmeðferðir notum við Infinity Salon Styler Pro frá HH Simonsen. Þú þarft að eiga greiðu og klemmur til að geta skipt hárinu í parta og greitt efnið í hárið. Þegar meðferðin er gerð þarf að stilla hitastig eftir hárgerðum og ástandi hársins sem kemur ítarlega fram í leiðbeiningunum sem fylgja settinu.
Notkun: Spreyjaðu keratín formúlunni vel í hreint og þurrt hárið. Gott er að nota greiðu og greiða vel í gegnum hárið eftir að formúlan er komin í það. Láttu það bíða í 60 mínútur. Næsta skref, skolaðu hárið með vatni og þurrkaðu það vel með hárblásara. Síðasta skrefið skiptu hárinu upp í þunna hluta og notaðu sléttujárn til þess að innsigla efninu inn. Gott er að fara 6 sinnum með sléttujárninu yfir hvern hluta af hárinu.
At Home Keratin Treatment Kit. Settið inniheldur ANSWR Keratín Treatment 100ml, ANSWR sjampó og hárnæringu í 100ml. Það er auðvelt að...