15% lægra verð í netverslun - Enginn sendingarkostnaður á pöntunum yfir 15.000 kr*

Kringlan

Algengar spurningar

Hverjar fá sér hárlengingar? 

Það kæmi líklega á óvart ef þú vissir hvaða konur koma til okkar í hárlengingar.  Okkar viðskiptavinahópur er á öllum aldri frá 13 ára - 85 ára & allsstaðar að úr félags/atvinnulífinu & allsstaðar að úr heiminum.  Við bendum hins vegar á að fyrir þær sem eru undir 16 ára þurfa að fá samþykki foreldris.


Clip in eða fastar hárlengingar?

Það er alveg ofsalega mismunandi eftir hverju konur eru að leita að - það er hinsvegar gott að íhuga hvernig & við hvaða tækifæri þig langar að nota hárlengingarnar. Clip In eru sniðug lausn í skemmri tíma & eru til í mismunandi útgáfum, þyngdum & gæðum. Ef að þú ert að leita að þykkingu / fyllingu / sídd í einstöku skipti eða við sérstök tilefni þá eru Clip In mjög gott að eiga.  Ef þú ert að hugsa um til daglegra nota þá ættir þú að skoða varanlegar lengingar, þær gætu hentað betur þar sem að mun minna álag er á hárið á hverjum stað fyrir sig.  Ef þú ert ekki viss ertu að sjálfssögðu velkomin á Beautybar Kringlunni að skoða úrvalið & muninn á öllum valkostum sem við höfum uppá að bjóða & hvað hentar þínum þörfum best.


Afhverju hárlengingar?

Tilgangur hárlenginga er margvíslegur; hægt er að þykkja hárið, auka sídd & fyllingu, breyta lit á hárinu, búa til ombre (ljósara í endana) eða strípuhreyfingu án þess að þurfi að lita hárið þitt. 


Get ég að farið í litun?

Já að sjálfssögðu!  Passa samt að fara vel yfir leiðbeiningarnar okkar.  Yfirleitt hafa stofur reynslu af því að vinna með hárlengingar en ef þú ert ekki með fasta stofu þá stendur þér að sjálfssögðu til boða að panta þér tíma í leiðinni hjá okkur í þá þjónustu sem þú þarft.


Hvaða festingar get ég fengið?  Hvernig festingar á að velja?  Hvað er best?

Það er misjafnt en hjá okkur getur þú nálgast allar tegundir festinga, fyrir allar tegundir ísetninga.  Við bjóðum alla velkomna til okkar að skoða festingarnar & sjá hvernig hárið kemur undan öllum tegundum festinga & getum sýnt þér það á staðnum.  Hérna er brot af því sem stendur þér til boða, þú getur fundið hjá okkur það sem hentar þér best: Plastfestingar, plastblandaðar keratinfestingar, 100% keratinfestingar, koparfestingar, koparfestingar með silicon að innan, Tape in lengingar.


Hárvörur fyrir hárlengingar- afhverju sumar en ekki aðrar tegundir?

Úrvalið af hárvörum í dag er gríðarlegt & innihald í öllum hárvörum mjög mismunandi bæði eftir tegundum & svo hvað hárvaran sjálf á að gera.  Það getur orðið dýrt grín að fá sér hárlengingar & nota ekki réttar vörur í hárið.  Vörurnar sem við mælum með eru góðar bæði fyrir þitt hár & hárlengingarnar, duga lengi þannig allir ættu að geta leyft sér að hugsa vel um hárlengingarnar sínar.  Við viljum að þér gangi sem best að hugsa vel um hárlenginguna & hárið þitt enda er viturlegra að hugsa vel um það sem fjárfest er í. 


Hvað má ekki gera við hárlengingar?

Það má fara í sjó og sund en í leiðbeiningunum frá okkur er sérstaklega farið yfir það ef verið er að fara í sund eða sjó. Það á aldrei að aflita/lýsa/perma hárlengingar alveg sama frá hverjum þær eru eða hvaða merki þær eru.  Þessar meðferðir innihalda mjög sterk efni sem breyta ástandi hársins & eins og flestir vita að þá tekur allt ekta mannshár mismunandi við aflitun/lýsingu/permanenti.  Sem dæmi: tvær vinkonur voru báðar litaðar ljóshærðar, fóru á sömu stofu í litun & var notað nákvæmlega sama aðferð og efni.  Önnur er með glansandi fallegt & heilbrigt ljóst hár - hin vinkonan var með hár sem þoldi ekki meðferðina, hennar hár er stökkt, brotnar og er eins og tyggjó.


Hafa hárlengingar áhrif á þinn eigin hárvöxt eða áhrif á endana þína - þynnist eigið hár?

Hárið vex áfram á sama hraða & sumum finnst hárið spretta hraðar en venjulega, hárlengingar hafa ekki áhrif á hversu hratt eða hægt hárið vex.  Almennt er hárvöxtur mjög mismunandi á milli kvenna, hjá sumum vex hárið óvenju hratt en hjá öðrum aðeins hægar.  Þitt eigið hár getur ekki orðið styttra eftir hárlenginguna en engar festingar né slíkt koma nálægt endunum þínum þegar hárlengingar eru í hárinu.  Hins vegar er hár sem er búið að td efnameðhöndla mikið eða aflita mikið yfirleitt alltaf viðkvæmara í endana og á það til að brotna & slitna meira en hár sem ekki er búið að meðhöndla mikið. Það er mælt með að nota alltaf hitavörn þegar þú notar heit járn (sléttu-krullujárn-blástur) á hárið þitt, líka í hárlengingarnar - það hár er líka ekta mannshár og að sjálfssögðu er gott að hugsa vel um það líka. Ef hugsað hefur verið um hárið samkvæmt leiðbeiningum þá er svarið nei.  Almennt hárlos sem er án hárlenginga verður minna áberandi eftir að lenging er sett í hárið & er mikið af venjulega hárlosinu í festingunum á hárlengingunum sem fer svo úr þegar lenging er tekin úr eða löguð í stað þess að fara í burstann þinn ef þú ert ekki með hárlengingu.  Ef þú gætir ímyndað þér að hreinsa ekki úr hárburstanum þínum í nokkrar vikur er hægt að miða við það.  Athuga skal að með því að hafa lengingar í hárinu þykkist það & þegar lengingin er tekin úr verða viðbrigðin oft mikil, enda mikið magn og þykkt sem lengingin gefur.  Þegar lenging er tekin úr á réttan hátt á hárið að vera alveg eins & það var áður, & við biðjum viðkomandi alltaf að grípa utanum hárlenginguna sem var verið að taka úr til þess að gera sér grein fyrir hversu mikið magn af fyllingu hárlengingin hefur gefið hárinu.  Oft verða konur “háðar” hárlengingum sérstaklega þegar þær eru með þunnt hár.  Þegar hárlenging er sett í finnurðu strax þykktina sem bætist við. Við leggjum mikla áherslu á að þegar konur fá sér hárlengingar að hugsa vel & vandlega um þær og að velja vel aðilann sem setur þær í.  Umhirðan er ekki flókið ferli en hárlengingar á alltaf að hugsa um samkvæmt leiðbeiningum & sé það gert er svarið einfaldlega nei því annars gætu konur ekki verið með hárlengingar til lengri tíma.  Langflestar frægustu kvenna í heimi hafa verið með hárlengingar samfleytt í fleiri ár & vinsældir hárlenginga fara sífellt vaxandi.  Það geta allir fengið skallabletti eftir hárlengingar en það á alltaf að fara varlega við meðhöndlun hárlenginga & ef umhirðan er samkvæmt leiðbeiningum að þá þarf ekki að óttast það.  Svarið er einfalt, alveg sama hvaða tegund af festingum fyrir hárlengingar þú velur, að þá skal hafa það í huga að aukahárið er fest við þitt hár og það á að fara varlega, alveg eins og td gerfineglur eru fastar við þínar – við mikil átök brota þær af.  Það á ALDREI að taka hárlengingar úr sjálfur.


Afhverju gengur konum misvel að vera með lengingar?

Það er á ábyrgð hverrar & einnar að fara eftir leiðbeiningunum - umhirðan er einföld en samt sem áður á ábyrgð hverrar & einnar að fara eftir þeim. Langflestar fara alveg 100% eftir öllum leiðbeiningum & eru duglegar að leita sér aðstoðar hjá okkur ef eitthvað er - til þess erum við og svoleiðis á það að vera því að hjálpin er ekki nema eitt símtal - heimsókn til okkar - skilaboð í burtu :)  Að lesa leiðbeiningarnar sem við sendum þér og fara eftir þeim 100% er það allra mikilvægasta & það er ekki verra að lesa þær yfir tvisvar.  Leiðbeiningarnar eru mjög einfaldar en mikilvægar að fara eftir svo að þér gangi sem best að koma rútínu á að hugsa um hárlenginguna þína & hárið þitt.  Það á ALDREI að taka hárlengingar úr sjálfur heima eða eftir ráðleggingum frá þeim sem hafa litla sem enga þekkingu á hárlengingum - það er mjög algengt að heyra "ég fór eftir öllum leiðbeiningum en tók þær úr sjálf úr heima eða vinkona mín gerði það" þetta er einmitt gott dæmi um eitthvað sem á alls ekki að gera.  Þegar þetta er gert sjálfur veldur það óþarfa álagi á þitt hár & þú átt hættu á að rífa hárið þitt upp með rótum sem gæti farið mjög illa með þitt eigið hár & eyðilagt hárlengingahárið líka en ef hárlengingar eru teknar rétt úr forðar það þínu hári undan óþarfa álagi & alltaf er hægt að geyma hárið & nota aftur seinna.  Efnin/aðferðirnar sem notaðar eru til að taka úr hárlengingar eru mismunandi er hvernig festingar er verið að eiga við - en vert er að benda á að þau efni eru innflutt & ekki seld útí í næstu búð.  Ráðleggingar á internetinu eða frá þriðja aðila eru mjög varasamar & við mælum aldrei með að farið sé eftir heimaráðum en að fara eftir ráðleggingum frá einhverjum sem hefur mjög takmarkaða sem enga þekkingu getur haft mjög slæmar, varanlegar afleiðingar fyrir hárið þitt (mætti kannski líkja þessu við að laga tennurnar í sér heima sem tannlæknir ætti að gera).