20% afsláttur og kaupauki fylgir pöntunum yfir 15.000 kr - Enginn sendingarkostnaður á pöntunum yfir 15.000 kr*

Kringlan

Hvað hentar þér best?

Hvaða tegund hárlenginga á ég að velja?

Ertu að hugsa málið? Hjá okkur stendur vinnan, gæðin, þekkingin & þjónustan fyrir sínu.  Allar hárlengingar sem við bjóðum uppá eru 100% hár og einungis valið það besta. Að fá sér hárlengingu er ekki létt ákvörðun fyrir margar sem eru að spá í að fá sér þykkingu eða lengingu í hárið.  Byrjum á byrjuninni.  Ef þú ert að hugsa um eitthvað fyrir sérstök tilefni & tækifæri og þú vilt geta breytt til sjálf er Clip in kannski betri kostur þar sem þú getur stjórnað sjálf hvenær þú ert með mikið hár með því að smella sjálf úr og í eftir hentisemi.  Hinsvegar ef þú vilt vera alltaf með þykkt & sítt hár eru fastar lengingar betri kosturinn fyrir þig. Það stendur margt til boða & stundum erfitt að taka ákvörðun um hvert skal fara í hárlengingu & hvernig týpu/tegund, en athuga skal að hárlengingar eru ekki kenndar í hárgreiðslunámi hérlendis & ekkert tengt hárlengingum er á námsskrá í því iðnnámi. 


Hérna eru nokkur atriði sem er gott að hafa í huga ef þú ert að hugsa um að fá þér hárlengingu:

Tilgangur hárlenginga er margvíslegur; hægt er að þykkja hárið, auka sídd & fyllingu, breyta lit á hárinu & búa til ombre (ljósara í endana) & eða strípuhreyfingu án þess að þurfi að lita hárið þitt, allt eftir þínum óskum.Ef þér er annt um hárið þitt ekki spara þér örfáa þúsundkalla & fara til óreyndra aðila, eða í heimahús, því fylgir yfirleitt engin ábyrgð - hvorki á vinnu þess sem setur hárið í, né á hárinu sjálfu og gæti verið erfitt að ná í viðkomandi ef þig vantar hjálp með hárlenginguna þína.  Leitaðu alltaf til þeirra sem hafa reynslu.  Ráðleggingar á internetinu eru mjög varasamar & að fara eftir ráðleggingum frá einhverjum sem hefur mjög takmarkaða eða jafnvel enga þekkingu getur haft mjög slæmar, varanlegar afleiðingar fyrir hárið þitt. Það er líka alltaf gott að spurja að öllu sem þú vilt vita & jafnvel fara á staðinn og skoða,  td getum við sýnt þér hvað við gerum & hvernig við gerum (hvernig hárið er td eftir að tekið er úr á réttan hátt)  gott er líka að ræða við vinkonu/kunningja hvert hún hefur farið í hárlengingar.  Það tekur ekki langan tíma að koma umhirðunni á hárlengingunni í rútínu með hárinu þínu. Mismunandi er hversu mikið af hári þarf í hvern og einn svo að hárlengingin sé falleg & fer það algerlega eftir hártýpu viðkomandi svo hárlengingin sé eðlilega þykk & líti eðlilega út miðað við þitt eigið hár.


Umhirða og hvernig þú gengur úr skugga um að þú ert að velja það besta fyrir hárið þitt

Hárlenginguna þarf að hugsa vel um & fara alveg eftir leiðbeiningunum - það er algerlega undir hverri & einni komið að gera það.  Ekta hár þolir hæðsta hita af sléttu & krullujárnum.  Til að ganga úr skugga um að það sé 100% ekta þá geturðu beðið um að einfalt próf sé gert áður en lengingin er sett í þig: Taktu heitt sléttijárn sem er stillt á hæðsta hita, klemmdu hárið í að minnsta kosti 5 sekúndur.  Ef það kemur brunalykt eða hárið verður hart (eins og það hafi bráðnað saman) þar sem sléttijárnið var er hárið ekki 100% ekta mannshár.  Ef hárið er 100% má lita það með föstum lit. Skoðaðu myndir af hárlengingum sem aðilinn hefur gert - fyrir & eftir myndir án þess að sé búið að laga þær með filter eða öðrum tæknitrixum.  Ekki taka mark á myndum sem hafa verið teknar erlendis frá eða beint af erlendum netsíðum í auglýsingaskyni, þó að kona sé með flott hár á mynd þarf ekki að vera að hún sé með hárlengingu eftir viðkomandi!  Allar myndirnar okkar eru af hárlengingum sem við höfum gert - ekki beint úr myndabönkum eða af internetinu.
Fáðu að sjá - ef þú ert ekki viss - skoðaðu áður en þú kaupir!  Komdu á staðinn, skoðaðu, spurðu allra spurninga sem þú hefur að spyrja. Gott er líka að hafa í huga að ef einhverjar spurningar eru að ekki hika við að hringja í síma 511 1313 eða koma við hjá okkur, við erum til þess að hjálpa & ráðleggja þér ef eitthvað er & við viljum að sjálfssögðu að þér gangi vel með hárlenginguna þína.