25% afsláttur - Enginn sendingarkostnaður á pöntunum yfir 15.000kr

  Hármeðferðir

  Við getum hjálpað þér að koma þínu hári í rétt ástand!

  Vert er að benda á að konur með barn á brjósti/ þungaðar konur mega nota meðferðirnar.  Fáðu ráðleggingar hjá okkur um hvað hentar þér best & góðar leiðbeiningar um notkun á þínum vörum með hverri meðferð.  

   

  Hárvaxtaraukandi meðferð sem dregur einnig úr hárlosi

  6 vikna heimameðferð sem tekur 5 mínútur á dag.  Er hægt að setja saman meðferð bæði fyrir þá sem eru hógværir í væntingum og einnig fyrir þá sem vilja hámarka árangurinn af meðferðinni.
  Dregur úr hárlosi, styrkir hársekkina og eykur hárvöxt.
  Ef að ennþá er eitthvað líf í hársekknum þá hvetur meðferðin hársekkinn til þess að framleiða meira hár.  Ef hárlos er til staðar stinnir meðferðin hársekkina sem hárið vex uppúr og dregur úr hárlosi.  
  Hentar öllum sem eru að upplifa hárlos, þynningu á hárinu og vilja auka hárvöxt - hvort sem stafar af stressi, hormónabreytingum eða af erfðafræðilegum ástæðum.  Einnig hafa margar konur eftir barnsburð notað meðferðina með vægast sagt mjög góðum árangri.  Olíukennt / Feitt hár og hársvörður

  Stoppar og kemur í veg fyrir olíumyndun í hársverðinum.
  Þegar öll einkenni eru farin þarftu ekki að nota sjampóið nema þegar einkenni koma fram aftur sem er yfirleitt eftir 2-4 vikur.  Við hjálpum þér að velja sjampó sem hentar þínum hársverði til þess að nota þess á milli á meðan hárið er einkennalaust.  Flasa / Exem / Psoriasis

  Öll flasa & exem á að vera alveg horfið eftir 3-4 hárþvotta!  
  Sjampó & gel/krem sem tekur alla flösu, exem og psoriasis í burtu og heldur því í burtu.  Þegar öll einkenni eru farin þarftu ekki að nota sjampóið nema þegar einkenni koma aftur sem er yfirleitt eftir 2-4 vikur.  Við hjálpum þér að velja sjampó sem hentar þínum hársverði til þess að nota þegar hárið er einkennalaust.
  Má nota einnig á líkama og andlit en má ekki berast í augu


  Keratín rakameðferð
  Þessi djúpnæringarmeðferð tekur á þurrki og skorti á raka í hárinu.  Kemur PH gildinu í rétt horf og skilur hárið eftir silkimjúkt.  Notist einu sinni á 2-3 vikna fresti.