15% lægra verð í netverslun - Enginn sendingarkostnaður á pöntunum yfir 15.000 kr*
Kringlan
511 13133.859 kr. 4.540 kr.
Lýsing á vöru
Okkar fyrsta meðferð sem virkar samstundis, til lengri og skemmri tíma, til að draga úr sjáanlegum öldrunarmerkjum á húðinni auk þess að jafna áferð húðarinnar og draga úr sýnileika svitahola og öra eftir bólur. Einstaklega áhrifarík og háþróuð kremblanda til að afmá ásýnd fínna lína við augun, munn og enni fyrir farðalaust útlit. Þessi tvíþætta vara innsiglar raka í húðinni og virkar sem hindrun gegn þurrki. Hin ofurhlöðnu rakagefandi innihaldsefni, þar á meðal 2% hrein hýalúrónsýra með tvennskonar sameindarmassa og nýstárlegt sléttandi peptíð, vinna að því að gera húðina þrýstnari og draga úr sýnileika hrukka með því að veita samstundis fyllingaráhrif sem eru sjáanleg þegar formúlan hefur þornað á húðinni. Vinnur kraftaverk á svipbrigðalínum, svitaholum og ójafnri áferð. Auk tafarlausra áhrifa gransils, sem sléttir húðina, þá hefur rakagefandi blandan langtíma áhrif sem gerir húðina þrýstnari og rakameiri, svo þú sérð þrýstnari og sléttari húð með tímanum. Ilmefnalaust. Vegan. Ekki prófað á dýrum.
Notkun: Bónusskref í húðrútínunni þinni. Notaðu þessa vöru sem síðasta skrefið í húðumhirðunni á morgnanna fyrir farðalaust útlit eða áður en þú berð á þig farða. Berðu örlítið magn af vörunni á svæði með fínum línum í kringum augu, munn, nef og enni til að afmá ásýnd sviplína, svitahola og ójafnrar áferðar. Áhrifin verða sýnileg þegar varan hefur þornað svo vertu viss um að varan hefur þornað áður en þú farðar þig. Samstundisáhrifin verða lúmsk þar sem gransil sléttir og brýtur upp ljós til að afmá skuggamyndun en þegar varan gengur inn í húðina og þornar þá fer hún að virka inni í húðinni, aukin rakafylling og sléttun á sér stað er tímabundin áhrif munapsys eiga sér stað. Langtímaárangur næst með endurtekinni/daglegri notkun, þökk sé rakafyllandi áhrifum blöndu okkar af 3 virkum innihaldsefnum.
Okkar fyrsta meðferð sem virkar samstundis, til lengri og skemmri tíma, til að draga úr sjáanlegum öldrunarmerkjum á húðinni auk...