15% lægra verð þegar þú pantar í netverslun - frí heimsending um land allt Þegar þú verslar fyrir 10.000kr
Þú finnur þínar hárvörur á beautybar
Allt fyrir hárið þitt á einum stað
landsins mesta úrval fyrir þitt hár
Vertu brún án sólar allt árið um kring
hugsaðu vel um húðina þína
Frábært úrval fyrir alla herramenn
Kíktu við á Beautybar í Kringlunni eða hringdu í 511 1313
3.210 kr
Color Touch hárliturinn veitir hárinu fallegan lit og mikinn glans þökk sé Light2Color Complex formúlunni. Inniheldur náttúrulegt vax og trefjaprótein.
Color Touch er án ammoníaks og einfalt í notkun.
Color Touch endist í ca. 24 þvotta (fer eftir ástandi hársins) og því myndast ekki mikil rót ef valinn er litur í sömu tónhæð og þinn náttúrulegi litur. Leiðbeiningar:
Að lita rótina
Þegar þú hefur litað hárið með Color Touch getur myndast rót. Til þess að ná fram jöfnum lit aftur er best að byrja á að bera litinn í rótarsvæðið. Eftir 10-15 mínútna bið berð þú afganginn úr flöskunni í hárið og greiðir jafnt í gegnum það með greiðu til að tryggja jafna dreifingu. Bættu 5 mínútum við biðtímann. Því næst fylgir þú leiðbeiningum A4 og A5 hér að ofan.
Góð ráð! Color Touch skal ekki nota í aflitað hár, ljósar strípur eða mjög grátt hár. Þetta er sett fram vegna þess að ef að hárið er í því ástandi sem lýst er hér á undan, er ekki hægt að tryggja að útkoman verði sú sem búist var við. Ef hár er þurrt eða illa farið næst jafnari litun með því að bera litinn fyrst í rótina, og síðan í 2/3 af lengdinni. Settu síðan afganginn af litnum í endana og láttu bíða í 5-10 mínútur. Ef hárið er þykkt mælum við með 2 pökkum af Color Touch ef lita á allt hárið. Einn pakki gæti svo dugað til að viðhalda rótarlitun.
Ef þú ert að hugsa um að breyta mikið um lit, þá mælum við með að þú setjir þig í samband við fagmann á hársnyrtistofu Beautybar til að þjónusta þig með það. Með því að lita hárið sjálf/ur þá er ábyrgðin alfarið hjá þér.