15% lægra verð í netverslun og kaupauki fylgir pöntunum yfir 15.000 kr - Enginn sendingarkostnaður á pöntunum yfir 15.000 kr*

Kringlan
Glam Seamless hárlengingarnar eru eitt þekktasta hármerki í heimi.  Stjörnurnar J-Lo og Kardashian systurnar eru með fullkomið hár - frá Glam Seamless.  100% Remy hágæða mannshár, þar sem ræturnar á hárinu snúa allar í sömu átt.  Það verður ekki flottara en þetta!  Hárið kemur í mismunandi síddum og er með þykkari Clip in settum sem eru til á markaðnum í dag. Hárlengingarnar liggja algerlega flatar við höfuðið og henta öllum hárgerðum, við öll tækifæri.  Með settinu fylgir Beautybar poki og herðatré til að geyma hárlengingarnar í þegar ekki er verið að nota þær.  Gott er að túpera hárið þitt örlítið áður á þeim stað þar sem þú smellir hárlengingunni í þitt hár.  Umhirða: Mælt er með að þvo hárið eftir um það bil 10 skipti af notkun.  Notaðu volgt vatn og milt sjampó (ekki volume sjampó), skolaðu vel og notaðu annaðhvort létta hárnæringu eða leave in hárnæringu.  Ekki djúpnæra hárlengingarnar eða láta hárnæringu bíða í hárlengingunum.  Ef þú notar heit tæki svo sem sléttu eða krullujárn notaðu þá hitavörn áður,  bæði á þitt hár og hárlengingarnar. Ekki sofa með hárlengingarnar í þér.    Athugið að litamismunur getur verið á milli tölvuskjáa.  Hárlengingahári fæst hvorki skipt né skilað, við hvetjum þig eindregið að koma við á Beautybar Kringlunni vanti þig hjálp við að velja réttan lit.